Digital Europe: Opin köll og upplýsingafundir
Opið er fyrir 23 nýjar umsóknir í Digital Europe Programme (DEP) á mismunandi sviðum tækniþróunar og innleiðingar. Umsóknarfrestur er til 29. maí 2024.
Opin köll á sviði heilbrigðistækni:
DEP hefur opnað fyrir þrjú ný köll á sviði heilbrigðistækni. Rafrænn upplýsingafundur þar sem farið verður nánar yfir áherslur kallana og umsóknarferli verður haldinn 11. mars 2024 milli kl. 9:00 og 10:50.
Opin köll á sviði gervigreindar:
ESB mun fljótlega samþykkja „AI Act“ sem er alhliða reglugerð fyrir áreiðanlega gervigreind. Til að styðja við skilvirka innleiðingu þess hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnað fyrir tillögur að þremur nýjum verkefnum á sviði gervigreindar.
Upplýsingafundur þar sem farið verður yfir áherslur og umsóknarferli verður haldinn rafrænt þann 18. mars milli kl. 10:00 og13:00.
Köllin á sviði heilbrigðistækni og gervigreindar eru þau einu sem hafa auglýst upplýsingadag.
Hér að neðan má lesa um önnur köll sem eru opin:
CLOUD, DATA AND ARTIFICIAL INTELLIGENCE:
- Call: DIGITAL-2024-CLOUD-AI-06 (6 topics)
- Call: DIGITAL-2024-CLOUD-DATA-AI-06 (3 topics)
- Call: DIGITAL-2024-AI-ACT-06 (3 topics)
- Call: DIGITAL-2024-AI-06 (4 topics)
- Call: DIGITAL-2024-CLOUD-DATA-06 (3 topics)
ADVANCED DIGITAL SKILLS:
ACCELERATING THE BEST USE OF TCHNOLOGIES
Nánari upplýsingar um Digital Europe veitir Sigþrúður Guðnadóttir og skal senda tölvupóst á: sigthrudur.gudnadottir@rannis.is