Dr. Allen Pope ráðinn framkvæmdastjóri IASC á Íslandi

24.10.2016

Dr. Allen Pope er með doktorspróf og M.Phil. í heimskautafræðum (e. Polar studies) frá háskólanum í Cambridge þar sem hann rannsakaði jökla á norðurslóðum, m.a. á Suðurskautslandinu, Íslandi, Svalbarða, Svíþjóð, Alaska, Kanada og Nepal.

  • Allen Pope
    Allen Pope

Hann starfaði sem vísindamaður við National Snow og Ice Data Center (University of Colorado Boulder) og Polar Science Center (University of Washington). Hann hefur unnið með ýmsum alþjóðlegum vísindastofnunum, þar á meðal American Geophysical Union og var hann um tíma forseti samtakanna Polar Early Career Scientists. Nánari upplýsingar um Dr. Allen Pope og rannsóknir hans.

Skrifstofa IASC á Íslandi heyrir undir Rannís næstu fimm árin. Hún er staðsett á Akureyri og verður opnuð 1. janúar 2017.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica