Heilbrigðari jarðvegur gegnum lifandi rannsóknarstofur – rafræn vinnustofa

8.4.2024

Eflum samstarf á Íslandi með þátttöku í vinnustofunni sem er 11. apríl næstkomandi frá klukkan 10:00 til 11:30.

 Vinnustofan er hluti af jarðvegsleiðangri Evrópusambandsins, “ A Soil Deal for Europe ”. Viðburðurinn fjallar um heilbrigðan jarðveg (e. Soil Health Mission) í íslensku samhengi, þar sem leitast er leiða til að stofna rannsóknarstofur um jarðvegsheilbrigði á Íslandi. Markmið viðburðarins er að styrkja tengslanet þátttakenda og efla innsýn þeirra í möguleika innan lifandi rannsóknarstofa. Málstofan er skipulögð af NATI00NS og Rannís í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Hólum.

Til að efla nýsköpun og lausnir tengdum ESB leiðöngrum eru í bígerð stórar fjárfestingar til að stofna Lifandi rannsóknarstofur, þar sem svæðisbundnir hagaðilar vinna saman til að finna lausnir á svæðisbundnum vandamálum tengdum jarðvegsheilbrigði.
NATI00NS er ESB styrkt verkefni, markmið verkefnisins er að styðja við aðila er vilja leggja sitt að mörkum til að koma á fót 100 Lifandi rannsóknarstofum innan ESB, umsóknafrestir koma til með að opna í haust en hvert verkefni/umsókn hljóðar upp á 12 milljónir evra.

Skráning á vinnustofu


Komið og takið þátt í samtali um jarðvegsheilbrigði með íslenskum hagaðilum:

  • Hverjar eru áskoranirnar á Íslandi þegar kemur að jarðvegi?
  • Hvernig tengjast þær þeim 8 áskorunum er jarðvegsleiðangurinn leggur upp með? 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica