Evrópskir rannsókna- og nýsköpunardagar 2024

20.2.2024

Dagarnir sem eru rafrænir verða haldnir 20. og 21. mars 2024 og eru öllum opnir. Um er að ræða viðburð á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Markmiðið með dögunum er að stefnumótendur, rannsakendur, hagsmunaaðilar, frumkvöðlar og almenningur komi saman til að ræða og móta framtíð rannsókna og nýsköpunar í Evrópu og víðar.

Rannsókna- og nýsköpunardagarnir (R&I dagar ESB) sem nú eru haldnir í fimmta skiptið munu fara fram á rannsóknar- og nýsköpunarvikunni og standa þeir  yfir 20. og 21. mars 2024, bæði í Brussel og á netinu, sem gerir öllum kleift að taka þátt hvar sem er.

R&I dagar ESB í ár gefa þér tækifæri til að rökræða hvernig við getum gert Evrópu grænni, sanngjarnari og samkeppnishæfari undir sameiginlegri frásögn: 40 ára ferðalag í gegnum rannsóknar- og nýsköpunar áætlunina.


Nánari upplýsingar og skráning









Þetta vefsvæði byggir á Eplica