Félags- og vinnumálaáætlun ESB (EaSI)auglýsir nýtt call „Innleiðing aðgerðaáætlunar í atvinnumálum fatlaðs fólks“
Verkefnin eiga að efla nýsköpun og þróa lausnir sem bæta aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks á vinnumarkað. Umsóknarfrestur er 30. október kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Markmiðið er að styðja við þróun og yfirfærslu nýstárlegra lausna sem bæta atvinnuþátttöku fatlaðs fólks og stuðla að aukinni félagslegri innleiðingu á vinnumarkaði.
Verkefni geta meðal annars beinst að:
- styrkja atvinnu- og samþættingarþjónustu.
- efla ráðningarmöguleika með jákvæðum aðgerðum, og að berjast gegn fordómum,
- tryggja sanngjarna aðlögun, að tryggja heilsu og öryggi við vinnu í tilfelli langvinnra sjúkdóma, vinnuslysa eða fötlunar,
- styrkja úrræði sem vinna að því að koma fólki aftur út á vinnumarkaðinn.
- auka möguleika á atvinnúrræðum á vernduðum vinnustöðum og leiðir að opnum vinnumarkaði.
Helstu atriði:
- Heildarfjárhæð: 10 milljónir evra verða veittar til verkefna.
- Styrkfjárhæð: Umsækjendur geta sótt um styrki á bilinu 500.000–1.000.000 evra.
- Framlag verkefnaaðila: ESF+ fjármagnið getur numið allt að 80% af heildarkostnaði verkefna. Lágmarks eiginfjárframlag er 20%.
- Verkefnatímalengd: 18–24 mánuðir.
- Hæfi: Aðeins samvinnuverkefni (consortia) eru gjaldgeng. Krafist er að minnsta kosti þriggja aðila frá tveimur eða fleiri aðildarríkjum, þar á meðal að minnsta kosti einnar opinberrar stofnunar sem ber ábyrgð á atvinnumálum eða málefnum fatlaðs fólks.
Leita að samstarfsaðilum
Umsóknarfrestur rennur út 30. október 2025 kl. 16:00 að íslenskum tíma (17:00 CET)
Sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki (sérstaklega lítil og meðalstór), háskólar, samtök og ýmsir aðrir lögaðilar geta sótt um.