Fimmta Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan

20.2.2017

Vakin er athygli á því að fimmta Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan verður haldin við Dailian Maritime University í Kína 24.-26. maí nk.

Vakin er athygli á því að fimmta Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin við Dailian Maritime University í Kína 24-26. maí nk. Ráðstefnan mun m.a. fjalla um 1) siglingaleiðir á norðurslóðum, 2) samstarf og samskipti ríkja á norðurslóðum við önnur ríki og 3) samstarf um stjórnun í Norður-Íshafi.

Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 17. mars nk. og þau skal senda til:

Mr. Li Zhaokun / Ms. Zhang Shuang, Dalian Maritime University: cnarc2017@163.com
Deng Beixi, CNARC: dengbeixi@pric.org.cn

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica