Fjórða Norræna-kínverska norðurslóða­ráðstefnan

20.1.2016

Vakin er athygli á því að fjórða Norræna-kínverska norðurslóðaráðstefnan verður haldin við Norðurslóðamiðstöðina í Rovaniemi, Finnlandi, 6.-9. júní nk. Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 25. febrúar nk.

 Ráðstefnan mun m.a. fjalla um 1) sjálfbærni á norðurslóðum, 2) áhrif hnattvæðingar, 3) samstarf Kína og Norðurlanda á norðurslóðum og 4) ferðaþjónustu á norðurslóðum.

Frestur til að senda inn ágrip að erindi á ráðstefnuna er 25. febrúar nk. og þau skulu senda til:

Malgorzata Smieszek, Arctic Centre: malgorzata.smieszek@ulapland.fi

Deng Beixi, CNARC: dengbeixi@pric.org.cn

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á eftirfarandi vefslóðum: www.cnarc.info og www.arcticcentre.org

Frekari upplýsingar veitir Þorsteinn Gunnarsson , netfang: thorsteinn.gunnarsson (hjá) rannis.is s. 515-5800.

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica