Fjórða úthlutun úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum

28.8.2025

Í ágúst voru í fjórða sinn veittir námsstyrkir úr UK-Iceland Explorer námsstyrkjasjóðnum til íslenskra nemenda sem hefja nám í Bretlandi, á bæði meistara- og doktorsstigi. Rannís hefur umsjón með sjóðnum á Íslandi.

  • UK-Iceland-Explorer-styrkthegar-2025

Styrkina veitir Geimferðastofnun Bretlands (UK Space Agency) í samstarfi við Rannís, breska sendiráðið í Reykjavík og íslensk yfirvöld. Sjóðurinn var stofnaður til að efla samstarf Íslands og Bretlands á sviði háskólamenntunar og veitir íslenskum nemendum einstakt tækifæri til að stunda nám og öðlast alþjóðlega reynslu í Bretlandi.

Rannís tók á móti metfjölda umsókna í ár og að þessu sinni voru fjórir styrkir að upphæð £10.000 hver afhentir við hátíðlega athöfn í breska sendiherrabústaðnum. Í ávarpi sínu lagði breski sendiherrann áherslu á að styrkþegar myndu ekki aðeins stunda nám sitt af krafti, heldur einnig njóta tækifæranna í Bretlandi og byggja upp tengsl við breskt samfélag. Styrkurinn stuðlar þannig bæði að einstaklingsþróun nemenda og eflingu samstarfs og tengsla milli Íslands og Bretlands til framtíðar.

Styrkhafar ársins 2025 eru þau Bent Ari Gunnarsson, Agla Þórarinsdóttir, Nanna Kristjánsdóttir og Victor Karl Magnússon. Þau munu stunda nám og rannsóknir við þrjá af fremstu háskólum Bretlands, University of Cambridge, University of Oxford og Imperial College London, á sviðum hagnýtrar stærðfræði, gervigreindarrannsókna, vísindamiðlunar og úrvinnsla stórra gagnasafna. 

Á myndinni má sjá styrkhafa 2025 taka við styrknum við breska sendiherrabústaðinn ásamt Dr. Bryony Mathew sendiherra Bretlands.

Næst verður auglýst eftir umsóknum í haust.

Rannís óskar styrkhöfunum innilega til hamingju með styrkinn og vonum við að námsdvölin í Bretlandi verði bæði ánægjuleg og lærdómsrík.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica