Frádráttarheimild fyrir erlenda sérfræðinga sem ráðnir eru til starfa hér á landi

9.1.2017

Með lögum nr. 79/2016 var lögfest frádráttarheimild við álagningu tekjuskatts fyrir erlenda sérfræðinga sem eru ráðnir til starfa hér á landi vegna sérþekkingar sinnar og reynslu. 

Frádráttarheimildin felur í sér að 75% tekna viðkomandi sérfræðings eru tekjuskattsskyldar, bæði í staðgreiðslu og við endanlega álagningu, fyrstu þrjú árin í starfi. Ákvæðið öðlast gildi 1. janúar 2017 og kemur til framkvæmda við álagningu 2018 og staðgreiðslu opinberra gjalda 2017.

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út Reglugerð nr. 1202/2016 um frádrátt frá tekjum erlendra sérfræðinga þar sem nánar er gerð grein fyrir skilyrðum til að fá frádráttinn viðurkenndan.

Umsóknum skal skila til Rannís, merktum „Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga“, Rannís, Borgartúni 30, 105 Reykjavík.

Í þriðju grein reglugerðarinnar er nánar gerð grein fyrir þeim gögnum sem leggja þarf fram til að umsókn geti hlotið afgreiðslu. Umsóknir eru afgreiddar jafnóðum eða innan þriggja vikna frá dagsetningu er umsóknin barst. 

Sjá tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins

Sjá nánari upplýsingar á vef Ríkisskattstjóra

Sækja reglugerð nr. 120/2016 á ensku (pdf)

Sjá nánar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica