Framadagar 2021

9.2.2021

Rannís tekur þátt í Framadögum 2021 sem standa yfir 10.-11. febrúar. Framadagar verða eingöngu á netinu í ár. Starfsmenn Rannís munu miðvikudaginn 10. febrúar frá 12:15-14:00 kynna tækifæri til skiptináms, starfsnáms, sjálboðaliðastarfa og sumarstarfa.


Framadagar eru haldnir árlega og skipulagðir af AIESEC. Á Framadögum fá  háskólanemar  tækifæri til að eiga samskipti við fagfólk úr íslensku atvinnulífi og fræðast um íslenskan atvinnumarkað. 

Rannís hefur umsýslu með sjóðum og verkefnum sem er til boða fyrir háskólanema, t.d. Erasmus+ skiptinámi og starfsnámi, Europass ferilskránni og Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Starfsmenn Rannís eru til viðtals í gegnum stafrænt ráðgjafarými frá 12:15 - 14:00 (vinsamlegast ekki tengjast fundinum fyrr en hann byrjar).

 Tengjast kynningarfundi Rannís


 

Dagskrá Framadaga miðvikudaginn 10. febrúar

 • 10:00 - 10:15 - Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands og Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík opna Framadaga 2021
 • 10:15 - 11:00 - Kynning á þeim fyrirtækjum sem verða á viðburðinum
 • 11:00 - 11:15 - RVK Green Bytes - Enter the field of sustainable development and entrepreneurship eftir Renata Bade, CEO
 • 11:15 - 11:45 - Landsnet - Að gera ráð fyrir óvissunni: Hvernig komumst við í gegnum 12 mánaða hættu- og neyðarstig
 • 11:45 - 12:15 - EY - Now. Next and Beyond eftir Ragnar O. Rafnsson
 • 12:15 - 14:00 - Ráðgjafarými - Opin samtöl og fyrirspurnir til fulltrúa fyrirtækjanna - Rannís tekur þátt  gegnum stafrænt ráðgjafarými. Tengjast kynningarfundi Rannís.
 • 14:00 - 14:30 - NetApp - 40 til 10k - að þrífast a breytingum - Jón Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri hugbúnaðarþróunar
 • 14:30 - 15:00 - Marel - Transforming the way food is processed - Sveinn Kjarval og Elías Ingi Elíasson
 • 15:00 - 15:15 - Sidekick health eftir Sonja Steinunn Davidsdottir
 • 15:00 - 15:30 - Lokaorð dagsins

Dagskrá Framadaga fimmtudaginn 11. febrúar

 • 10:00 - 10:10 - Eva Dutary forseti AIESEC International, opnar daginn
 • 10:10 - 10:55 - Kynning á þeim fyrirtækjum sem verða á viðburðinum
 • 10:55 - 11:15 - Háskólinn í Reykjavík - Er framtíðin þín? - Gréta Matthíasdóttir, forstöðumaður námsráðgjafar HR
 • 11:15 - 11:45 - Advania - Hraðstefnumót við ungt fólk hjá Advania sem miðlar sinni upplifun af upplýsingatæknigeiranum
 • 11:45 - 12:15 - ESA - Högni Kristánsson
 • 12:15 - 14:00 - Ráðgjafarými - Opin samtöl og fyrirspurnir til fulltrúa fyrirtækjanna
 • 14:00 - 14:30 - Reykjavíkurborg
 • 14:30 - 15:00 - Össur - Viltu vera hluti af Össurar liðinu? - Margrét Lára Friðriksdóttir
 • 15:00 - 15:15 - Nova - Frá ánægju til árangurs! eftir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova
 • 15:15 - 15:30 - Lokaorð dagsins
Þetta vefsvæði byggir á Eplica