Framhaldsnámskeið í umsóknarskrifum fyrir Horizon Europe

20.4.2021

Þann 21. apríl nk. býður Framkvæmdastjórn ESB upp á opið framhaldsnámskeið á netinu í að skrifa árangursríkar umsóknir í Horizon Europe.

Námskeiðið sem er opið öllum stendur frá kl. 08:00-10:30 að íslenskum tíma (10:00 CEST) og sent út á Youtube. 

Á þessu námskeiði verður m.a. farið í saumana á þeim hlutum usmóknaskrifanna sem lúta að:

  • Opnum vísindum
  • Kynja- og jafnréttisvídd
  • Dreifingu, nýtingu og miðlun

Þátttaka er ókeypis og stendur öllum áhugasömum umsækjendum til boða.

Skráning og nánari upplýsingar

Námskeiðið er framhald af námskeiði sem haldið var 24. mars sl.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica