Fulltrúi Íslands kosinn formaður vinnuhópsins Social and Human Working Group
Dr. Catherine Chambers var kjörinn formaður vinnuhópsins á ráðstefnunni Arctic Science Summit Week (ASSW) var haldin í Vínarborg fyrr á árinu.
Það er spennandi vinna framundan fyrir  Social and Human (SHWG) vinnuhópinn  í tengslum við uppfærða áætlun með nýjum vísindalegum áherslum og
mun vinnuhópurinn gegna forystuhlutverki þegar kemur að því að takast á við félagslegar
og mannlegar rannsóknarþarfir fyrir ráðstefnuna  ICARP IV  sem verður haldin 
21. - 28. mars 2025 í Boulder, Colorado.
Catherine hóf tímabilið sem
fulltrúi Íslands hjá SHWG árið 2019 og hefur aðsetur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar  og  Háskólasetri Vestfjarða. 

Í gegnum Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vinnur
Catherine nú að rannsókn á norðurslóðafiski í nýju Horizon Europe verkefni sem
kallast  MarineSABRES . Markmið MarineSabres er að þróa og sýna fram á
einfalt vistkerfi sem styður vistkerfisbundna stjórnun og svæðisskipulag hafsins
á skjótan og samþættan hátt. Verkefnið sem hún vinnur að fjallar um
uppsjávarveiðar Íslands, Færeyja og Grænlands með samhönnun og samframleiðslu
hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Rannís hýsir skrifstofu  Alþjóðlegu norðurskautsvísindanefndina, IASC , í Borgum, rannsókna- og nýsköpunarhúsi á lóð Háskólans á Akureyri, en þar eru fyrir stofnanir sem sérhæfa sig í rannsóknum, vöktun og miðlun upplýsinga um málefni norðurslóða. Á Akureyri er því öflugt norðurslóðasamfélag undir einu þaki sem gæti skapað ýmiss konar samvirkni við IASC skrifstofuna.
Mynd: Catherine á sjó í Ísafjarðardjúpi.

 
            