Fyrirhuguð úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

29.5.2020

Matsferli í Nýsköpunarsjóði námsmanna stendur enn yfir og því verður ekki hægt að tilkynna um úthlutun fyrir mánaðarmót eins og til stóð. Fyrirhuguð úthlutun frestast til 5. júní nk. 

Eins og fram hefur komið voru umsóknir í sjóðinn í seinni umsóknarfresti sem lauk 8. maí sl. alls 991.

Listi yfir styrkþega verður birtur á vef Rannís og síðan fá allir umsækjendur senda svarpósta með niðurstöðu stjórnar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica