Heimsókn frá Framkvæmdastjórn ESB

13.9.2016

Fulltrúar Framkvæmdastjórnar ESB sóttu Rannís heim þann 12. september sl. Erindi ferðarinnar var að fræða Íslendinga um ESCO gagnagrunn ESB sem innihalda mun upplýsingar um 3.000 ólík störf í löndum Evrópu og verður aðgengilegur á öllum tungumálum ESB og íslensku og norsku.

  • Frá vinstri: Þóra Ágústsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Hrafnhildur Tómasdóttir, Karl Sigurðsson, Steingrímur A. Sigurðsson, Pedro Chaves, Katrien Vander Kuylen, Gregory Debacker, Kristín Runólfsdóttir, Ágúst Hjörtur Ingþórsson og Arnór Guðmundsson.

Einnig vildu þau fræðast um vinnu Rannís, Menntamálastofnunnar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins á sviði íslenska hæfnirammans um menntun. Þá var rætt um hvernig hægt væri að tengja gagnagrunn um námsgráður, sem Rannís og Menntamálastofnun vinna að, ESCO grunninum. Á myndinni má sjá fulltrúa Vinnumálastofnunnar, Rannís, Menntamálastofnunnar, mennta- og menningarmálaráðuneytis og fulltrúa ESB.

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica