Horizon Europe opnar fyrir umsóknir um styrki á vegum Evrópska rannsóknaráðsins

22.2.2021

Evrópska rannsóknaráðið (ERC) birti þann 22. febrúar sl. fyrstu vinnuáætlunina í Horizon Europe. 

Evrópska rannsóknaráðið (ERC) hefur birt fyrstu vinnuáætlun rannsóknaáætlunar Evrópusambandsins, Horizon Europe, ásamt upplýsingum um umsóknarfresti. Opnað verður fyrir umsóknir um “Starting Grants” fimmtudaginn 25. febrúar með umsóknarfresti 8. apríl. Umsóknarfrestir í aðra styrkjaflokka ERC fylgja í kjölfarið. Opnað verður fyrir umsóknir um „Consolidator grants“ í mars og „Advanced Grants“ í maí. 

Frekari upplýsingar um ERC styrki, umsóknarfresti ásamt vinnuprógrammi er hægt að finna á vefsíðu ERC .

Þetta vefsvæði byggir á Eplica