Hvað á Ísland að heita þegar allur ís er farinn? ...land?

Vísindakaffi miðvikudag 25. sept. kl. 20:30

23.9.2019

Halldór Björnsson og Hrafnhildur Hannesdóttir frá Veðurstofu Íslands verða gestir á þriðja Vísindakaffinu í aðdraganda Vísindavöku, miðvikudaginn 25. september kl. 20:30-22:00 á Kaffi Laugalæk. 

  • _ABH1012

Haldi hlýnun jarðar áfram kemur að því að hafís mun aldrei sjást nærri landinu, og jöklar hopa upp á hæstu fjallatinda. Þá fer að verða spurning hvort nafnið Ísland verði ekki rangnefni. En er þessi framtíðarsýn líkleg? Rætt verður um hafís- og jöklasögu Íslands og spáð í hugsanlega þróun á næstu öldum.

Í aðdraganda Vísindavöku Rannís 2019 verður hellt upp á fjögur vísindakaffi á Kaffi Laugalæk og þrjú vísindakaffi á landsbyggðinni, á Ströndum, í Bolungavík og á Akureyri.

Sjá dagskrá allra vísindakaffisikvöldanna hér. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica