Hvað finnst þér um European Solidarity Corps?
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur boðað til opins samráðs um mat á European Solidarity Corps (ESC) áætluninni. Hægt er að taka þátt í samráðinu til 5. febrúar næstkomandi.
Opna samráðinu er ætlað að hjálpa framkvæmdastjórninni að safna saman sjónarmiðum almennings og stofnana varðandi ESC áætlunina. Leitast er við að fá fram upplýsingar um hvort ESC hefur staðist væntingar og uppfyllt markmið sín og hvort hún takist á við þær áskoranir sem henni er ætlað að gera.
Samráðið er opið öllum þeim sem vilja leggja orð í belg, hvort sem um er að ræða stjórnvöld, styrkhafa eða einstaklinga sem hafa tekið þátt í Evrópusamstarfi, svo nokkur dæmi séu tekin. Það á sér stað sem hluti af svokölluðu miðmati á ESC en útkoma þess skiptir lykilmáli þegar kemur að því að ákveða hvernig evrópskar áætlanir fyrir ungt fólk munu líta út eftir að núverandi tímabili lýkur, eða árið 2027.
Því er mikilvægt að öll þau sem hafa áhuga og reynslu af sjálfboðastarfi, samfélagsverkefnum eða öðrum tækifærum fyrir ungt fólk láti rödd sína heyrast og taki þátt í opna samráðinu.
Nánari upplýsingar