Hvernig finn ég fjárfestana?

23.2.2024

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), Rannís og Enterprise Europe Network á Íslandi bjóða á viðburðinn „Hvernig finn ég fjárfestana?“ fimmtudaginn 7. mars í Fenjamýri, Grósku.

  • Hvernig-finn-eg-fjarfestana-FB-cover-mynd

Á þessum viðburði fá gestir kynningar frá þremur reynsluboltum á sviði fjárfestinga, þeim Ásthildi Otharsdóttur, partner hjá Frumtaki, Ragnheiði H. Magnúsdóttur, stofnanda og fjárfestis hjá Nordic Ignite og Davíði Símonarsyni framkvæmdastjóra og meðstofnanda Smitten. Starfsemi EDIH-IS verður einnig kynnt.

Salurinn opnar kl. 11:45 og hefst fundurinn
kl. 12:00. Léttur hádegisverður í boði. Nauðsynlegt er að skrá sig. Teymi EDIH-IS og EEN taka á móti gestum og stýra viðburðinum.

Skráning á viðburð

Nánar um fyrirlesara: 

 Asthildur-mynd

Ásthildur Otharsdóttir
Partner hjá Frumtaki

 

Ásthildur er einn eigenda og fjárfestingarstjóra hjá Frumtaki sem sérhæfir sig í vísifjárfestingum. Hún situr í stjórnum ýmissa félaga í eignasafni Frumtakssjóðanna. Ásthildur var stjórnarformaður Marel frá 2013-2021 og hefur m.a. setið í stjórn Icelandair Group og háskólaráði Háskóla Íslands. Áður starfaði hún m.a. við fyrirtækjaþróun hjá Össuri og hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Accenture. Erindi hennar mun gefa gestum innsýn í störf vísisjóða og mun Ásthildur ræða hvað ber að hafa í huga þegar leitað er eftir vísifjármagni.
 David-mynd

Davíð Símonarson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Smitten

Davíð er framkvæmdastjóri og meðstofnandi Smitten. Hann er reyndur frumkvöðull og hefur á síðustu 11 árum gefið út 6 samfélagsmiðlaöpp, sem öll hafa tengt saman fólk á einn eða annan hátt. Ástríða og áhugamál hans liggur í mannlegum samskiptum og hegðun fólks, sem honum hefur tekist að samtvinna við vinnu sína sem annar stofnenda og framkvæmdastjóri stefnumóta appsins Smitten. Davíð mun fjalla um vegferðina að fá 2 milljarða fyrir dating app, en Smitten var gefið út fyrir þremur árum síðan og hefur safnað tæplega 2 milljörðum íslenskra króna í fjórum hlutafjáraukningum. Í dag starfa rúmlega 20 manns hjá Smitten en appið hefur vaxið gífurlega á Norðurlöndunum á síðustu misserum. Smitten blandar saman leikjum, skemmtun og daðri til að koma samræðum af stað og tengja notendur saman án fyrirhafnar.

 Ragnheidur-mynd

Ragnheiður H. Magnúsdóttir, stofnandi og fjárfestir hjá Nordic Ignite

Ragnheiður er stofnandi og fjárfestir hjá Nordic Ignite og hefur komið víða við í íslensku viðskiptalífi síðustu ár. Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri tveggja hugbúnaðarfyrirtækja, unnið sem stjórnandi hjá Marel og Veitum, en núna síðast stofnaði hún englafjárfestingafélagið Nordic Ignite sem fjárfestir í sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum. Erindi Ragnheiðar snýr að englafjárfestingum. Hún mun fara yfir það hvað englafjárfestingar eru, hvernig við finnum slíka fjárfesta, hvernig sé gott að nálgast þá og hverju englafjárfestar eru mest að spá í þegar þeir fjárfesta.

EDIH-IS (European Digital Innovation Hub) er samstarfsvettvangur sem hefur það að markmiði að styðja við stafræna nýsköpun og þróun hjá íslenskum fyrirtækjum og opinberum aðilum. Um er að ræða fyrsta viðburð mánaðarlegra hádegisfunda þar sem ólík málefni á sviði EDIH verða tekin fyrir.

 EDIH_logo_vector_orange 

EDIH_Network_logo









Þetta vefsvæði byggir á Eplica