Kvikmyndirnar Hrútar og Fúsi fá stóra dreifingarstyrki frá MEDIA áætlun ESB

10.12.2015

Í síðustu úthlutun dreifingarstyrkja frá MEDIA áætluninni fengu tvær íslenskar kvikmyndir stóra styrki til sýninga í kvikmyndahúsum í Evrópu. Kvikmyndin Hrútar í leikstjórn Gríms Hákonarsonar fékk dreifingu til 25 landa að upphæð 445.400 evra og kvikmyndin Fúsi í leikstjórn Dags Kára fékk dreifingarstyrki til 21 lands að upphæð 348.100 evra.

  • Media lógó

Samtals gerir þetta 793.500 evrur og eru þetta langstærstu styrkir sem íslenskar kvikmyndir hafa fengið til dreifingar erlendis frá því að Íslendingar hófu þátttöku í MEDIA áætlun ESB árið 1992. Þá gætu jafnvel fleiri lönd bæst í hópinn í næstu úthlutun.

Starfsfólk Rannís óskar aðstandendum kvikmyndanna til hamingju með velgengnina.

Sjá nánari upplýsingar um MEDIA áætlunina

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica