Kynning á styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi

15.12.2015

Fimmtudaginn 17. desember kl. 11-12, mun Sóley Morthens kynna styrkjaáætlun NordForsk um samfélagslegt öryggi. Kynningin verður haldin í Háskóla Íslands, Gimli 102.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir en að þessu sinni er lögð áhersla á samfélagslegt öryggi, trúverðuleika og netöryggi (society, integrity and cyber‐security.) Þátttökulönd eru Bretland, Danmörk, Finnland, Ísland, Holland, Noregur og Svíþjóð. Lágmarksfjöldi þátttakenda er þrjú lönd, og verður eitt þátttökulandanna að vera Bretland eða Holland.
 
Umsóknarfrestur er 15. mars 2016 kl. 16.00 að norskum tíma
.  

Nánari upplýsingar









Þetta vefsvæði byggir á Eplica