Kynningar­fundur heil­brigðis­hluta Horizon 2020

8.12.2017

Kynningarfundur heilbrigðishluta Horizon 2020 (Societal Challenge 1 - Health, Demographic Change and Wellbeing) verður haldinn fimmtudaginn 14. desember kl. 10–12.

Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á að kynna sér styrkjamöguleika í nýrri vinnuáætlun Horizon 2020, rannsóknar- og nýsköpunar­áætlunar Evrópusambandsins. 

Dagsetning: 14. desember 2017, kl. 10–12
Staðsetning: LSH Hringsal, Hringbraut

Aðgangur er ókeypis

Skrá þátttöku

Dagskrá

  • 10:00
    Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, stjórnarnefndarfulltrúi heilbrigðishluta Horizon 2020, setur fundinn.
  • 10:05    
    Sigrún Ólafsdóttir, landstengiliður hjá Rannís, Horizon 2020 á Íslandi: Hvernig getur Rannís aðstoðað ykkur með umsóknir?
  • 10:15    
    Halla Helgadóttir rannsóknastjóri, Nox Medical - Árangurssaga í Horizon 2020.
  • 10:45    
    Indriði Benediktsson, framkvæmdastjórn ESB, Vinnuáætlun heilbrigðishluta Horizon 2020 fyrir tímabilið 2018-2020. Efnisflokkar, áherslur og möguleikar fyrir Ísland.
  • 11:30    
    Spurningar og svör
Mælt er með því að kíkja á nýja vinnuáætlun fyrirfram.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica