Kynningarfundur um netöryggi hjá Eyvör NCC-IS

1.9.2025

Íslenska hæfnissetrið fyrir netöryggi og nýsköpun, Eyvör NCC-IS, stendur fyrir kynningarfundi þann 11. september í Grósku undir yfirskriftinni Cybersecurity: From Grants to Impact.

  • Eyvor-flyer_Minni-1-

Markmið fundarins er að kynna helstu styrkjamöguleika á sviði netöryggis, hvetja til þátttöku í evrópskum verkefnum og sýna fram á hvernig rannsóknir og nýsköpun geta skilað raunverulegum ávinningi fyrir Ísland.

„Við viljum gera styrkjamöguleika og samstarfsleiðir sýnilegri fyrir fyrirtæki, stofnanir og rannsóknaraðila,“ segir Hrannar Ásgrímsson, verkefnastjóri Eyvarar. „Þetta er einstakt tækifæri til að efla samstarf og nýsköpun á sviði netöryggis á Íslandi.“

Dagskrá

08:30 – Skráning og kaffi
09:00 – Hrafnkell Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu setur fundinn
09:10 – Ávarp – Hr. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra
09:20 – Luca Tagliaretti, framkvæmdastjóri ECCC
09:50 – Verkefnið Defend Iceland kynnir árangur sinn
10:00 – Hlé og hressing
10:10 – Kynning á styrktarverkefnum, fyrri hluti
11:00 – Hlé og hressing
11:20 – Kynning á styrktarverkefnum, seinni hluti
12:05 – Rannís: Umsóknarferli og hæfniskröfur

Fundinum lýkur kl. 12:30.

Skráning

Skráning fer fram á vef Fjarskiptastofu og er skráningarfrestur til 9. september.
Skráning á viðburðinn

Fjöldi sæta er takmarkaður.

Nánari upplýsingar:
Eyvör NCC-IS

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica