Námskeið um fjármálastjórnun í Horizon 2020
Rannís og Félag rannsóknastjóra á Íslandi standa fyrir námskeiði dagana 3.-4. apríl 2019 um fjármál og uppgjörsreglur verkefna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB.
Námskeiðið verður haldið sem hér segir:
- Miðvikudag 3. apríl á Grand Hótel Reykjavík, Gallerí
- Fimmtudag 4. apríl í húsnæði Rannís, Borgartúni 30, 3. hæð
Fullt námskeiðsgjald er 15.000 kr. fyrir báða dagana, matur, kaffi og námskeiðsgögn eru innifalin. Fyrir félagsmenn í Félagi rannsóknastjóra er námskeiðsgjaldið 10.000.
Námskeiðið fer fram á ensku. Skráning hér.
Dagskrá:
Miðvikudagur 3. apríl – Grand hótel Reykjavík
Fyrirlesarar: Fulltrúar frá H2020 endurskoðunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB, Vincent Canart frá the Common Legal Service og Andrew Forde frá the Common Audit Service.
- 9:15 – 9:30 Skráning
- 9:30 – 12:00 Farið yfir helstu mistök sem gerð eru á Íslandi í uppgjörum verkefna í Horizon 2020, útreikning á launakostnaði ogöðrum kostnaði, innri reikningagerð og undirverktöku (subcontracting)
- 12:00 – 13:00 Hádegisverður
- 13:00 – 15:30 Farið yfir atriði eins og utanaðkomandi aðila (third parties), breytingar á samningum, verkefnastjórnun og uppgjör verkefna
- 15:30 – 16:30 Spurningar og svör
Fimmtudagur 4. apríl – Rannís, Borgartúni 30, 3. hæð
Fyrirlesarar: Poul Petersen Kaupmannahafnarháskóla og landstengiliður Rannís fyrir fjármál og uppgjör í Horizon 2020 og Úlfar Gíslason, Háskóla Íslands
- 10:00 – 10:30 Hvernig er best að undirbúa sig fyrir endurskoðun vegna verkefna í Horizon 2020? Poul Petersen frá Kaupmannahafnarháskóla og landstengiliður Rannís fyrir fjármál og uppgjör í Horizon 2020
- 10:30 – 11:00 Reynsla af endurskoðun Horizon 2020 verkefna – Úlfar Gíslason frá Háskóla Íslands
- 11:00 – 12:00 Spurningar og umræður