NordForsk opnar fyrir umsóknir í áætlun um samfélagslegt öryggi

8.6.2017

Til stendur að úthluta 28,5 milljónum norskra króna til þriggja verkefna að þessu sinni og er umsóknarfrestur 20. september nk. Lögð er áhersla á að bakvið hverja umsókn séu að minnsta kosti þrír norrænir aðilar.

Annars vegar á að skoða forsendur og grundvöll samfélagsöryggis á Norðurlöndum og hins vegar hvernig lögmætar og árangursríkar aðferðir til þess að stuðla að auknu öryggi samræmast hinni hefðbundnu samfélagsgerð Norðurlanda. 

Auglýst er sérstaklega eftir samanburðar­rannsóknum þar sem umsækjendur bera saman Norðurlöndin eða bera Norðurlöndin saman við önnur ríki á þessu sviði. 

Norræn rannsóknaráætlun um samfélagslegt öryggi (Nordic Societal Security Programme) er þverfagleg rannsóknaráætlun NordForsk sem ýtt var úr vör árið 2013 og er unnin af NordForsk í samstarfi við RANNÍS, finnsku akademíuna, Almannavarnastofnun Svíþjóðar (MSB), norska rannsóknarráðið (The Research Council of Norway) og Almannavarnastofnun Noregs (DSB).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica