NordForsk tilkynnir að opnað verði á ný fyrir umsóknir í áætlun um samfélagslegt öryggi

4.4.2017

Nordforsk, í samstarfi við Ísland, Noreg, Svíþjóð og Finnland, hefur sent út tilkynningu um að opnað verði á ný fyrir umsóknir í áætlun um samfélagslegt öryggi.

Yfirskrift næsta umsóknarfasa er: Breyttar forsendur samfélagslegs öryggis á Norðurlöndum (e.Shifting preconditions for societal security in the Nordic countries). Nánari upplýsingar má finna hér.

Opnað verður fyrir umsóknir í maí en frestur til að skila inn umsóknum er í september 2017. Að þessu sinni stendur til að úthluta 25 milljónum norskra króna til allt að þriggja verkefna sem hvert og eitt er til þriggja ára.

Áætlun um samfélagslegt öryggi er samnorræn áætlun með þátttöku Íslands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar og hefur verið starfrækt frá árinu 2013 og fjármagnað fjölda verkefna á sviði samfélagslegs öryggis.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica