Rannsóknasamstarf Íslands og Bretlands um málefni norðurslóða

22.2.2021

Málstofa á netinu um norðurslóðasamstarf Íslands og Bretlands á sviði rannsókna, menntunnar og nýsköpunar með áherslu á málefni hafsins.

  • Mynd af ísjaka

Þriðjudaginn 23. febrúar nk. klukkan 13:00-16:00 verður haldin málstofa þar sem sjónum verður beint að rannsóknatengdu norðurslóðasamstarfi Íslands og Bretlands með áherslu á málefni hafsins og framtíðarsamstarfi ríkjanna á málefnasviðinu. Að málstofunni standa Rannís, Norðurslóðanet Íslands, Hafrannsóknastofnun, NERC Arctic Office, UK Science & Innovation Network og Breska sendiráðið á Íslandi.

VINSAMLEGAST SKRÁIÐ ÞÁTTTÖKU

Athugið að um rafrænan viðburð er að ræða og að öll erindin eru flutt á ensku.

IMG_7919-upf

Þetta vefsvæði byggir á Eplica