Norræn vefstofa um tækifæri og áskoranir hug- og félagsvísinda í Horizon Europe

12.4.2023

Norska rannsóknaráðið, Rannís og aðrar systurstofnanir á Norðurlöndum boða til samnorrænnar vefstofu “Ný tækifæri fyrir hug- og félagsvísindi í Horizon Europe”, þriðjudaginn 2. maí kl. 11:00

  • VEFSTOFA
  • VEFSTOFA-1-

Markmið vefstofunnar er að heyra frá vísindafólki á Norðurlöndum sem hefur vegnað vel í hug- og félagsvísindahluta Horizon Europe, hver voru skrefin til árangurs og góð dæmi um hvernig á að staðsetja hug- og félagsvísindi innan Horizon Europe verkefna. 

Aðkomu hug- og félagsvísinda (SSH integration) er krafist í auknu máli þvert á alla málaflokka Horizon Europe. Því gæti vefstofan gagnast flestum sem ætla sér að sækja um Horizon Europe styrki, ekki eingöngu hug- og félagsvísindafólki.

Vefstofan fer fram þriðjudaginn 2. maí n.k. klukkan 11:00 og er tæplega tvær klukkustundir. 

Skráning er hafin og vefstofan er öllum opin.

Skráðu þig á vefstofuna

Facebook viðburður

Þetta vefsvæði byggir á Eplica