Námskeið í gerð umsókna í Horizon 2020 rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB

9.12.2013

Viltu læra hvernig hægt er að sækja um styrk í Horizon 2020 nýja rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB og komast í spennandi rannsóknaverkefni á þínu fræðasviði?

Þriðjudaginn 7. janúar 2014 kl. kl. 9:00-12:30 verður haldið námskeið í gerð umsókna fyrir væntanlega umsækjendur í Horizon 2020. Námskeiðið verður haldið á Grand Hótel Reykjavík. Leiðbeinandi er Dr. Sean McCarthy frá Hyperion Ltd. á Írlandi sem er einn eftirsóttasti ráðgjafinn á þessu sviði í Evrópu. Námskeiðið fer fram á ensku.

Námskeiðsgjald er 27.000. Námskeiðsgögn, morgunverður, gos og kaffi innifalið í verðinu.

Skráningar á námskeiðið skulu berast fyrir föstudaginn 3. janúar nk. Við skráningu skal gefa upp nafn og kennitölu greiðanda.

Skrá mig á námskeiðið.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica