Landspítalinn fær viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu

25.1.2014

Þann 24. janúar sl. voru afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á ráðstefnunni Skapandi opinber þjónusta sem haldin var á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Rannís, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Félags forstöðumanna ríkisstofnana, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands.  

Eitt verkefni hlaut nýsköpunarverðlaun 2014 og fjögur verkefni til viðbótar fengu viðurkenningu fyrir nýsköpun.

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014 hlaut Landspítalinn fyrir verkefnið Rauntíma árangursvísar á bráðadeild.

Eftirtalin verkefni fengu einnig sérstaka viðurkenningu:

Dalvíkurbyggð fyrir verkefnið Söguskjóður, Lögreglustjórinn á Suðurnesjum fyrir verkefnið „Að halda glugganum opnum“,  Framtíðarsýn Reykjanesbæjar, Garðs og Sandgerðis í menntamálum og  Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.

Hægt er að fá nánari lýsingar á öllum verkefnunum á: www.nyskopunarvefur.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica