Kynning á mannauðsáætlun Horizon 2020

28.1.2014

Kynning á tækifærum í mannauðsáætlun Horizon 2020, Marie Sklodowska Curie, verður haldin mánudaginn 10. febrúar kl. 9:15-12:00 á Grand hótel Reykjavík. 

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér.  

Í upphafi nýrrar rannsóknaráætlunar ESB – Horizon 2020, stendur Rannís fyrir kynningarfundi um  Mannauðsáætlunina  Marie Skłodowska Curie. Áhersla verður lögð á Research and Innovation Staff Exchange (RISE) og Innovative Training Networks (ITN), en þessir þættir áætlunarinnar eiga sérstakt erindi til einstaklinga, fyrirtækja og stofnana sem leggja stund á rannsóknir og vilja auka alþjóðlega samvinnu. Umsóknarfrestir í þessa hluta áætlunarinnar eru annars vegar 9. apríl (ITN) og hins vegar 24. apríl (RISE)

Athugið að einnig verður boðið uppá sérsniðna fundi með sérfræðingi Framkvæmdarstjórnar ESB fyrir þátttakendur sem eru nú þegar að undirbúa umsókn. Þeir sem vilja sækjast eftir slíku eru beðnir að hafa samband fyrir þriðjudaginn 4.febrúar nk. enda takmarkað framboð af fundum.Óskir þess efnis skal senda til Kristmundar Ólafssonar, landstengiliðs Marie Sklodowska Curie áætlunarinnar á Íslandi: kristmundur.olafsson@rannis.is

Dagskrá

9:15    Kaffi og skráning
9:30    ITN and RISE within Marie Skłodowska Curie Actions in  Horizon 2020  –  Frank Marx, fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, REA
11:00  Reynsla af þátttöku í Marie Curie ITN
Dr. Þorsteinn Loftsson, Háskóli Íslands.
11:15  Reynsla af þátttöku í Marie Curie: IAPP (undanfari RISE)
Dr. Þórunn Rafnar, Decode.
11:30  Stuðningur við umsækjendur
Kristmundur Þór Ólafsson, landstengiliður MSC í Horizon 2020, Rannís

Fundarstjóri: Elísabet Andrésdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís









Þetta vefsvæði byggir á Eplica