Nordic Built lýsir eftir umsóknum

28.8.2014

Nordic Built auglýsir eftir umsóknum um nýsköpunarverkefni um sjálfbærar byggingar á Norðurlöndum og útflutningi á norrænum lausnum varðandi sjálfbærar byggingar.

Opið er fyrir umsóknir og rennur umsóknarfrestur út 15. október 2014.

Auglýst er eftir umsóknum í þremur flokkum:

  1. Nýjar sjálfbærar byggingar eða hugmyndir að endurbótum eldri bygginga sem stuðla að sjálfbærni þeirra.
  2. Viðskiptalíkön fyrir nýjar sjálfbærar byggingar og viðskiptalíkön fyrir endurbætur á eldri byggingum sem miða að því að gera þær sjálfbærar.
  3. Verkefni sem stuðla almennt að Nordic Built Charter eða stuðla að norrænni samvinnu um sjálfbærar byggingar.

Frekari upplýsingar í eftirfarandi tenglum:

reglur vegna umsóknarfrests (PDF)

Skráning umsókna

Stefnt er að því að niðurstöður úthlutunar liggi fyrir í desember 2014.

Í heildina eru 20 millj. norskra króna til úthlutunar. Hámarks upphæð sem hægt er að sækja um eru 2 - 4 millj. norskra króna (sjá nánar í reglum).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica