Rannsóknasjóður boðar til opins stefnumótunarfundar

24.3.2015

Boðað er til opins stefnumótunarfundar Rannsóknasjóðs föstudaginn 27. mars frá 13:30-16:30 á Hótel Natura.

Rannsóknasjóður hefur unnið að stefnumótun undanfarna mánuði og haldið tvo fundi með skilgreindum hópum hagsmunaaðila. Nú er boðað til opins fundar þar sem tillögur stjórnar sjóðsins byggðar á útkomu þessara funda verða kynntar. Þátttakendum gefst tækifæri á að ræða tillögurnar í verkefnahópum og í sameiginlegum umræðum.

Allir velkomnir, sem áhuga hafa á að taka þátt í stefnumótun sjóðsins til framtíðar.
Nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér.

Dagskrá (drög):

13:30-13:45 Rannsóknasjóður í ljósi aðgerðaáætlunar Vísinda- og tækniráðs 2014-2016.
Guðrún Nordal formaður stjórnar Rannsóknasjóðs.

13:45-14:00 Stefnumótunartillögur Rannsóknasjóðs.
Eiríkur Stephensen, sérfræðingur hjá Rannís.

14:00-15:00 Hópavinna

15:00 - 15:15 Kaffi

15:15 - 16:30 Umræður


Þetta vefsvæði byggir á Eplica