Ráðstefna um gæðakerfi íslenskra háskóla

1.6.2015

Gæðaráð íslenskra háskóla býður til ráðstefnu í hátíðarsal Háskóla Íslands, mánudaginn 8. júní kl. 13:30-16:15. Tilgangur ráðstefnunnar er að ræða um reynslu af gæðaeftirliti með háskólastarfsemi og verður fjallað sérstaklega um nýjustu úttekt ráðsins á gæðum náms við Háskóla Íslands. Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir.


Dagsetning: mánudagur 8. júní
Tími: 13:30-16:15
Staður: Hátíðasalur, aðalbyggingu Háskóla Íslands

Skráning hérDagskrá:

 • 13:30  Niðurstöður gæðaúttektar á Háskóla Íslands
  Norman Sharp, formaður Gæðaráðs háskóla og formaður ytri matshóps
 • 14:00  Viðbrögð við gæðaúttekt á Háskóla Íslands
  Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
 • 14:15  Ábendingar hagsmunaaðila í úttekt á rammaáætlaun Gæðaráðs
  Þorsteinn Gunnarsson, stjórnandi Gæðaráðs háskóla
 • 14:30  Lærdómar af stofnanaúttektum í fyrstu lotu rammaáætlunar Gæðaráðs
  Sigurður Óli Sigurðsson, sérfræðingur Gæðaráðs háskóla
 • 14:45  Undirbúningur að annarri lotu rammaáætlunar Gæðaráðs
  Norman Sharp formaður Gæðaráðs íslenskra háskóla
 • 15:15  Kaffihlé
 • 15:45 Reynsla og lærdómur Háskóla Íslands af framkvæmd rammaáætlunar Gæðaráðs
  Jón Atli Benediktsson, aðstoðarrektor vísinda og kennslu við Háskóla Íslands (og verðandi rektor)
 • 16:00  Næstu skref
 • 16:15  Ráðstefnulok

Fundarstjóri: Þorsteinn Gunnarsson

Nánari upplýsingar um Gæðaráð íslenskra háskóla

Þetta vefsvæði byggir á Eplica