Úthlutun úr Starfslaunasjóði sjálfstætt starfandi fræðimanna

2.6.2015

Stjórn Starfslaunasjóðs sjálfstætt starfandi fræðimanna hefur lokið úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2015, en umsóknarfrestur rann út 29. apríl sl.

Alls hlutu 22 sjálfstætt starfandi fræðimenn styrki úr sjóðnum eða um 25% umsækjenda. Úthlutað  var styrkjum  fyrir tæplega 34,4 milljónir eða tæplega 15% umbeðinnar upphæðar. Þar af var 715.000 kr. úthlutað í ferðastyrki úr sjóðnum. Úthlutunarhlutfall karla vegna starfslauna er 29% og hlutu karlar starfslaun að upphæð rúmlega 17,8 milljónir. Úthlutnarhlutfall kvenna er 22%  og hlutu tíu konur starfslaun að upphæð rúmlega 15,8 milljónir. Karlar hlutu 300.000 kr. í ferðastyrk og konur 415.000 kr.

Sjóðnum bárust 87 umsóknir þar sem sótt var um starfslaun fyrir 687 mannmánuði að upphæð 226,7 milljónir og ferðastyrki að upphæð tæplega 4,6 milljónir. Samtals var sótt um styrki fyrir  tæplega 231,3 milljónir króna. Karla sóttu um 42 styrki að upphæð rúmlega 107,9 milljónir og ferðastyrki fyrir rúmlega 2,2 milljónir. Konur sóttu um 45 styrki fyrir tæplega 121,2 milljónir og ferðastyrki fyrir tæplega 2,4 milljónir.

Stjórn metur umsóknir eftir eftirtöldum viðmiðum: hæfni umsækjanda til að sinna verkinu, gæði verkefnis og verk- og tímaáætlun. Allir umsækjendur fá tölvupóst innan skams með nánari upplýsingum um styrkveitinguna og styrkhafar munu þá einnig fá sendan samning.

Hér að neðan er listi yfir styrkþega. Athugið að listinn er birtur með fyrirvara um villur.

Umsækjandi Verkefni Úthlutað kr.
Árni Einarsson Fornaldargarðarnir miklu. Bók um forn garðlög á Íslandi. 990.000
Árni Heimir Ingólfsson „Ó Guð vors lands“ - hvernig trúartónsmíð varð að þjóðsöng.
990.000
Birna Lárusdóttir Örnefni og samfélag. 2.080.000
Björn Þór Vilhjálmsson Ritun bókar um verk Halldórs Laxness sem gengur undir vinnuheitinu „Það er ekki hægt að vera skáld leingur“. Væntingaþrot nútímans í leikverkum Halldórs Laxness. 1.980.000
Eiríkur Smári Sigurðarson Ljós sögunnar, ljós heimspekinnar: mótun og markmið tveggja aðferða við rannsókn á manninum og verkum hans  990.000
Finnur Dellsén Vísindi, samfélag og gagnrýnin hugsun 2.970.000
Guðrún Ingólfsdóttir Bókmenning íslenskra kvenna frá miðöldum til 1730. 2.045.000
Guðrún Sveinbjarnardóttir Reykholt í Borgarfirði í ljósi fornleifanna. 990.000
Gunnar Theodór Eggertsson Af dýrum og mönnum: Ágrip af sögu dýrasiðfræðinnar frá fornöld til samtímans, með sérstakri áherslu á vestræna heimspeki, alþjóðlegau mræðu um samband dýra og manna og stöðu umræðunnar hérlendis. 2.080.000
Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Með heiminn í höndum okkar. Líkaminn, samveruleikinn og samfélagið í síðari verkum Edmund Husserl. 990.000
Gylfi Gunnlaugsson Þættir úr viðtökusögu norrænna fornbókmennta   990.000
Íris Ellenberger Félagið Íslensk-lesbíska og skörun kyngervis og kynhneigðar í jafnréttisbaráttu á ofanverðri 20. öld 1.980.000
Kristín Ingvarsdóttir Japan í augum í Íslendinga: Samskiptasaga Íslands og Japans til dagsins í dag 2.080.000
Kristján Leósson Silfurberg - merkasta framlag Íslands til vestrænnar menningar?   990.000
Ólína Þorvarðardóttir Húslækningar og heimaráð. Íslenskar alþýðu- og náttúrulækningar í þjóðtrú og vísindum. Menningarsögulegt fræðirit. (Folk Medicin and Healing. Cultural Study) 2.030.000
Sigrún Helgadóttir Sigurður Þórarinsson (1912-1983), jarðfræðingur. Ævisaga. 990.000
Snorri Baldursson Smávinir fagrir - leiðsögn um lággróður Íslands 2.080.000
Sóley Dröfn Davíðsdóttir Handbók um hugræna atferlismeðferð við félagskvíða 990.000
Sumarliði R Ísleifsson/Penna sf Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðri 19. öld til samtímans. 2.080.000
Þorbjörn Kristjánsson Siðfræði gervigreindar: mörkin milli notkunar og misnotkunar 990.000
Þórunn Sigurðardóttir Dyggðaspegill handa guðhræddum meyjum og kvenpersónum - útgáfa á 17. aldar texta sem aldrei hefur verið prentaður en varðveittur í handritum. 2.080.000
Æsa Sigurjónsdóttir Saga sýninganna - Sótt er um styrk til að vinna rannsókna að yfirlitsriti um sýningar, netverk, og listamannarekin rými á Íslandi á tímabilinu 1960 - 2000, ásamt fræðilegum formála og útgáfu. 990.000
Samtals 22 styrkir Samtals úthlutað: 34.375.000









Þetta vefsvæði byggir á Eplica