Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Háskóli Íslands með í tveim verkefnum í NordForsk

21.12.2015

Þann 17. desember var tilkynnt um úthlutun til fjögurra rannsóknaverkefna í nýrri fimm ára Öndvegissetraáætlun Norræna rannsóknarsjóðsins um rannsóknir á norðurslóðum (NordForsk Nordic Centres of Excellence in Arctic Research).

Vísindamenn við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar taka þátt í tveim verkefnum sem bæði eru þverfagleg og alþjóðleg, annars vegar verkefni sem kallast Resource Extraction and Sustainable Arctic Communities (REXAC) og hinsvegar verkefni sem nefnist Arctic Climate Predictions: Pathways to Resilient, Sustainable Societies (ARCPATH). Vísindamenn við Háskóla Íslands eru einnig aðilar að síðarnefnda verkefninu. Hvort verkefni um sig fær úthlutað um 420 miljónum íslenskra króna. Alls voru 34 umsóknir sendar inn til NordForsk.

Sjá nánar

Nánari upplýsingar gefur Þorsteinn Gunnarsson , s. 515-5800

Þetta vefsvæði byggir á Eplica