Rannsóknir á rúmmálsbreytingum, afkomu og flæði jökla með fjarkönnun úr gervitunglum

verkefnislok í Rannsóknasjóði

31.3.2014

Jöklabreytingar á Íslandi hafa verið kannaðar með gögnum frá gervitunglunum SPOT, ASTER og LANDSAT.

Unnin hafa verið starfræn kort af hæð, hæðarbreytingum og skriðhraða jöklanna með notkun myndapara á sýnilegu bylgjusvið. 

small_Rannsoknasjodur

Heiti verkefnis: Rannsóknir á rúmmálsbreytingum, afkomu og flæði jökla með fjarkönnun úr gervitunglum
Verkefnisstjóri: Helgi Björnsson, Raunvísindastofnun Háskólans
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2010-2012
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 100236021


Metnar hafa verið breytingar  í rúmmáli, afkomu og flatarmáli jöklanna og yfirborðshæð þeirra við bráðnun vegna jarðhita og eldvirkni undir þeim. Snöggar breytingar á jökulskriði hafa verið tengdar auknum vatnsþrýstingi við jökulbotn við jökulhlaup og framhlaup. Niðurstöður hafa einnig nýst við fræðilega líkanreikninga af ísflæði og líklegum jöklabreytingum vegna loftslagsbreytinga, auk rannsókna á áhrifum jöklabreytinga á jarðskorpuhreyfingar. Niðurstöður gagnast Almannavörnum, Vegagerð og Landsvirjun.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica