Ný vefsíða Rannís

3.4.2014

Þann 3. apríl opnaði Rannís nýja vefsíðu sem byggir á nýrri nálgun.

Nýja heimasíðan byggir á markhópanálgun og notendavænu viðmóti. Áhersla er lögð á þjónustu og að viðskiptavinir okkar geti fundið það sem þeir leita að í gegnum einfalda leitarvél, sem ekki aðeins finnur sjóði og styrki, heldur aðstoðar viðskiptavini einnig við að greina tækifæri og möguleika. 

Vefurinn er nútímalegur, leitarvænn og síðast en ekki síst skalanlegur til að koma til móts við þá fjölmörgu notendur sem vilja geta nýtt alla virkni vefsins í snjalltækjum á borð við snjallsíma og spjaldtölvur. 

Það er einlæg von okkar að viðskiptavinir verði fljótir að venjast nýju viðmóti og þeirri nálgun sem nýja heimasíðan okkar byggir á. Viljum við bjóða ykkur að prófa ykkur áfram og senda okkur ábendingar um hvaðeina sem betur má fara. Vinsamlega sendið ábendingar til vefstjóra.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica