Ný stjórn Þróunarsjóðs námsgagna skipuð

18.1.2016

Mennta- og menningarmálaráðherra skipaði nú í janúar nýja stjórn Þróunarsjóðs námsgagna . Um er að ræða fimm manna stjórn sem skipuð er til fjögurra ára í senn.

Formaður stjórnarinnar er Þórir Ólafsson en ráðherra skipar hann án tilnefningar skv. 7. gr. laga nr. 71/2007 um námsgögn. Aðrir stjórnarmenn eru Ingi Bogi Bogason sem tilnefndur er af Félagi íslenskra framhaldsskóla, Anna María Gunnarsdóttir og Hanna Berglind Jónsdóttir sem tilnefndar eru af Kennarasambandi Íslands og Þórdís H. Ólafsdóttir sem tilnefnd er af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fyrsta hlutverk nýrrar stjórnar er að móta stefnu námsgagnagerðar fyrir næsta ár og ákveða hvort og þá hvaða áherslur verða gerðar fyrir næstu styrkveitingarlotu. Er áætlað að halda sérstakan stefnumótunarfund í þessari viku.

Fljótlega í kjölfarið verður auglýst eftir umsóknum um styrki í Þróunarsjóð námsgagna á vefsíðu Rannís og mun umsóknarferlið standa yfir að lágmarki í fjórar vikur.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica