Nýjustu úthlutanir til íslenskra aðila frá Creative Europe

20.5.2016

Mystery Productions fær styrk fyrir leikna íslenska þátta­röð og Reykjavik Dance Festival er þátt­takandi í stóru samstarfs­verkefni.

  • Mystery Productions fær styrk fyrir leikna íslenska þáttaröð, Fangar.

MEDIA

Enn og aftur fær leikin íslensk þáttaröð styrk úr sjónvarpssjóði Creative Europe /MEDIA. Væntanleg þáttaröð mun heita „Fangar“ (á ensku „Prisoners“) og verður hún framleidd af Mystery Productions og leikstýrð af Ragnari Bragasyni. Upphæð styrksins er 271.685 evrur eða um 38 milljónir kr.

Söguþráður: Þegar Linda er dæmd í fangelsi fyrir að veita föður sínum lífshættulega áverka neyðist hún til að horfast í augu við sjálfa sig. Vandamálið er að leyndarmálið sem hún geymir og gæti fært henni frelsi, er ekki hennar að segja frá.

Menning

Reykjavík Dance Festival er þátttakandi í samstarfsverkefninu „Advancing Performing Arts Project“ sem fékk  heildarúthlutun að upphæð 2 milljónum evra frá Creative Europe áætluninni. Styrkfé verður nýtt til að koma á framfæri uppfærslum ungra evrópska dans- og sviðslista. Þá stefna samstarfsaðilar að því að ná til stærri áhorfendahópa. Upphæðin sem Reykjavík Dance Festival fær er 120 þúsund evrur.

Samstarfsaðilarnir eru: BIT Teatergarasjen (NO), Szene Salzburg (AT), Tanzfabrik Berlin (DE), Arts Centre BUDA (BE), Centrale Fies Dro (IT), Fundacja Cialo/Umysl (PL), Maison de la Culture d'Amiens (FR), Student Centre Zagreb (HR), Reykjavik Dance Festival (IS), Theatre Nanterre Amandiers (FR), Teatro Nacional D. Maria II (PT). 

Sjá nánar um Creative Europe.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica