Nýr upplýsingavefur fyrir erlenda nemendur

1.6.2017

Rannís og Íslandsstofa hafa tekið höndum saman og sett í loftið nýjan og glæsilegan vef með upplýsingum á ensku um nám á Íslandi.

  • Study in Iceland vefurinn

Vefurinn er ætlaður útlendingum sem hyggjast fara í nám hér á landi og vilja kynna sér hvaða námsleiðir eru í boði, hvað námið kostar og hvaða skilyrði þeir þurfa að uppfylla til þess að hefja hér nám.

Þá eru ýmsar hagnýtar upplýsingar um lífið á Íslandi t.d. dvalarleyfi, veðurfar og íslenskunám. Vefurinn verður undirvefur hins stóra Íslandskynningarvefs Íslandsstofu www.iceland.is og hefur þar fengið slóðina study.iceland.is. Sú slóð sem kynnt hefur verið erlendis um árabil, þ.e. www.studyiniceland.is verður ennþá virk og vísar á nýja vefinn. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica