Nýsköpun er orðin fjórða stoðin

6.1.2017

Hallgrímur Jónasson, forstöðumaður Rannís, segist í viðtali við Morgunblaðið, vera ánægður með þróun undanfarinna ára í íslensku sprota- og nýsköpunarstarfi.

Hann segir skattaívilnanir og aukin fjárframlög hafa haft jákvæð áhrif. „Ein stærsta vísbendingin sem við höfum um þá þróun sem á sér stað er að þegar útflutningstölur eru skoðaðar þá fer liðurinn „annað“ ört stækkandi við hlið hefðbundinna útflutningsgreina á borð við stóriðju, ferðaþjónustu og sjávarútveg. Það má tala um að fjölbreytt starfsemi sprota- og nýsköpunarfyrirtækja af ýmsum toga sé orðin fjórða stoðin í útflutningstekjum Íslands.“ 

Bendir Hallgrímur líka á að ný stefnumörkun Tækniþróunarsjóðs hafi stuðlað að aukinni nýliðun. „Í nýjustu úthlutunum Tækniþróunarsjóðs má t.d. sjá marga nýja aðila sem ekki hafa sótt um áður. Sprotar og fyrirtæki keppa við jafningja sína um opinbera styrki, frekar en að keppa við fyrirtæki sem komin eru vel á veg og jafnvel orðin rótgróin á sínu sviði.“

Skoða viðtalið í heild (pdf).

Þetta vefsvæði byggir á Eplica