Opið fyrir nýjar umsóknir um skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna á árinu 2025
Umsóknarfrestur er 1. október 2025, nk. kl. 23:59.
Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.
Umsóknum skal skilað rafrænt. Aðgangur að umsóknarkerfi, handbók skattfrádráttar , ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn o.fl., er að finna á vefsvæði Skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna.