Opið fyrir umsóknir í Loftslagssjóð

10.5.2023

Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Loftslagssjóði. Umsóknarfrestur er til kl. 15:00 þann 15. júní 2023.

  • IST_36855_00935

Loftslagssjóður heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga. Rannís hefur umsjón með sjóðnum.

Tvær styrktegundir eru í boði að þessu sinni og eru styrkir veittir til eins árs;

  • Nýsköpunarverkefni sem skila samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
  • Kynningar- og fræðsluverkefni sem nýta niðurstöður nýjustu skýrslu frá IPCC (AR6), Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna, kynna þær og túlka í samhengi við íslenskt samfélag, og eru til þess fallin að virkja almenning og atvinnulíf til aðgerða.

Eingöngu er tekið við umsóknum í gegnum rafrænt umsóknarkerfi Rannís og ekki er tekið við gögnum eftir að umsóknarfrestur rennur út.

Nánari upplýsingar og reglur um sjóðinn er að finna á vefsíðu sjóðsins

Vefsíða Loftslagssjóðs

Logo-Loftslagssjods_1651576320995

Þetta vefsvæði byggir á Eplica