Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð

15.8.2022

Sviðslistaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki til atvinnusviðslistahópa fyrir leikárið 2023/24. Umsóknarfrestur er 3. október 2022 kl. 15:00.

Í umsókn er beðið um lýsingu á verki, gildi, feril listamanna og rökstudda fjárhags- og tímaáætlun.

Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað.

Athugið að umsókn í Sviðslistasjóð getur einnig gilt sem umsókn fyrir þátttakendur til listamannalauna. Einungis er sótt um einstaklingslaun til launasjóðs listamannalauna.

Eingöngu er tekið við fylgigögnum með umsókn í umsóknarkerfi Rannís. Aðgangur að umsóknarkerfi,leiðbeiningar um gerð umsókna, eyðublöðum fyrir skýrslur, matskvarða, ásamt lögum og reglugerðum um sjóðinn, áherslur stjórnar o.fl., er að finna á vefsíðu sjóðsins.

Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega, en umsóknarfrestur rennur út 3. október 2022 kl. 15:00.

Sviðslistasjóður starfar samkvæmt lögum um sviðslistir 2019 nr.165 .

Fyrirspurnir sendist á: svidslistasjodur(hja)rannis.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica