Opið fyrir umsóknir í Sviðslistasjóð
Sviðslistaráð auglýsir eftir styrkumsóknum atvinnusviðslistahópa í Sviðslistasjóð. Umsóknarfrestur er til 1. október 2025 kl. 15:00.
Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað.
Tímalengd verkefna getur verið allt að 30 mánuðir og miðast við leikárið 2026-2027 og/eða 2027-2028.
Hægt er að sækja um í Launasjóð sviðslistafólks vegna launakostnaðar verkefnis leikárið 2026-2027. Umsótt listamannalaun eru hluti af umsóttri upphæð í Sviðslistasjóð en ekki viðbót. Stuðningur vegna launa getur komið úr Sviðslitasjóði og/eða launasjóði.
Á vef Sviðslistasjóðs eru umsóknar- og skýrsluform, matskvarði, lög, reglur og leiðbeiningar um gerð umsókna.
Vefur Sviðslistasjóðs
Umsóknarfrestur er til 1. október 2025 kl. 15:00.
Umsækjendur eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.
Niðurstaða umsókna liggur að jafnaði fyrir í byrjun árs.
Fyrirspurnir: svidslistasjodur@rannis.is eða í síma 515 5839 / 515 5838