Opið fyrir umsóknir til Listamannalauna 2026
Tilgangur listamannalauna er að efla listsköpun í landinu.
Upplýsingar fyrir umsækjendur (aðgengilegt á vef Listamannalauna)
- Matskvarði umsókna
- Áherslur stjórnar listamannalauna 2026-2028
- Uppfærð reglugerð listamannalauna
- Staðlaðir ákvörðunartextar umsókna
- Leiðbeiningar um gerð umsókna og skýrslna
Samkvæmt lögum um listamannalaun eru til úthlutunar 1970 mánaðarlaun, 164,2 árslaun:
- 75 mánuðir úr launasjóði hönnuða og arkitekta, 6,3 árslaun
- 490 mánaðarlaun úr launasjóði myndlistarmanna, 40,8 árslaun
- 600 mánaðarlaun úr launasjóði rithöfunda, 50 árslaun
- 205 mánaðarlaun úr launasjóði sviðslistafólks, 17,1 árslaun
- 195 mánaðarlaun úr launasjóði tónlistarflytjenda, 16,3 árslaun
- 205 mánaðarlaun úr launasjóður tónskálda, 17,1 árslaun
- 100 mánaðarlaun úr launasjóði kvikmyndahöfunda, 8,3 árslaun
- 100 mánaðarlaun úr Vegsemd, 8,3 árslaun
Í umsóknum er óskað eftir:
- Lýsingu á vinnu og tímaáætlun (70% vægi)
- Ferli umsækjenda (30% vægi)
- Ef umsókn fellur undir Vegsemd víxlast matsþættir
Nánar um um Vegsemd: Vegsemd er sjóður fyrir starfandi listamenn 67 ára og eldri, sem hafa varið starfsævi sinni til listsköpunar og skarað fram úr á sínu sviði. Ekki er sótt um í Vegsemd heldur geta umsóknir listamanna 67 ára og eldri í ofangreinda sjóði einnig fallið undir Vegsemd nema listamaður segi sig frá þeim valkosti. Við mat umsókna er vægi ferils 70%.
Umsóknir eru einstaklingsumsóknir og nota þarf rafræn skilríki við gerð þeirra.
Sviðslistahópar sækja um í launasjóð sviðslistafólks í gegnum umsókn Sviðslistasjóðs.
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef áfangaskýrslu/lokaskýrslu hefur verið skilað sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Skýrslur eru á „mínum síðum“ umsækjanda.
Vefur listamannalauna
Fyrirspurnir: listamannalaun@rannis.is eða símar 515 5839 / 515 5838
Listamenn eru hvattir til að skila umsóknum tímanlega.
Opið er fyrir umsóknir til kl. 15:00, þann 1. október 2025.