Opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun í NORFACE

21.1.2016

NORFACE hefur opnað fyrir umsóknir í nýja undiráætlun sem ber heitið Dynamics of Inequality Across the Life-course: structures and processes (DIAL).

Megináhersla í þessum flokki er að auka skilning á orsökum og eðli ójafnaðar sem og birtingarmyndum hans á mismunandi stigum æviskeiðsins. Ennig er litið til orsaka og afleiðinga í tengslum við þann ójöfnuð og þau áhrif á félagslega samheldni sem hann veldur í því skyni að koma auga á leiðir til bættrar stefnumótunar. Opnað var fyrir umsóknir 12. janúar sl. en frestur til að skila inn umsóknum er til 30. mars 2016 kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Frekari upplýsingar um þessa undiráætlun má nálgast hér. 

NORFACE er þverþjóðlegt samstarfsnet 16 evrópskra stofnana um fjármögnun rannsókna á sviði félags- og mannvísinda. Frekari upplýsingar má nálgast  hér 

Kynningu um undiráætlunina má nálgast hér

Eftirtalin lönd eru aðilar að þessari undiráætlun NORFACE: Austurríki, Bretland, Danmörk, Finnland, Holland, Írland, Ísland, Litháen, Noregur, Pólland, Portúgal, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss, Tékkland og Þýskaland. 

Síða NORFACE hjá Rannís

Þetta vefsvæði byggir á Eplica