Opnað hefur verið fyrir umsóknir í HERA (evrópskt rannsóknarnet hugvísinda)

12.9.2017

Um er að ræða þriggja ára rannsóknarsamstarf Evrópulanda á sviði hugvísinda. Þessi auglýsing eftir umsóknum ber yfirskriftina „Public Spaces: Culture and Integration in Europe“ og skulu rannsóknirnar falla að því efni. 

  • HERA lógó

Farið er fram á samstarf a.m.k. fjögurra Evrópulanda og er umsóknarfrestur fyrir fyrstu umferð umsókna 24. október 2017, á hádegi að íslenskum tíma (14:00 CEST).

Hægt er að lesa auglýsinguna um umsóknir og umsóknarferlið á heimasíðu HERA.

Áhugasömum umsækjendum er bent á kynningarfund um HERA og áherslurnar fyrir þennan umsóknarfrest, sem haldinn verður í Háskóla Íslands, Gimli, stofu 102, föstudaginn 15. september kl. 11:00-12:15. 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica