Óskað er eftir matsmönnum til að lesa yfir COST umsóknir

29.6.2017

Óskað er eftir vísindamönnum á öllum sviðum til að meta umsóknir fyrir COST verkefni.

Hægt er að skrá sig rafrænt á skráningasíðu COST og er matsmaður hugsanlega kallaður til ef að þekkingarsvið hans fellur að umsóknum sem berast til COST. Greidd er smávægileg þóknun fyrir matið, auk vinnuferðar til Brussel, en fyrst og fremst er ávinningur matsmannsins sá að fá aukna innsýn inn í rannsóknarefni síns fræðasviðs á Evrópuvísu, ásamt því að verða betri umsækjandi í Evrópustyrki með því að sitja hinum megin borðsins. Hægt er að fræðast um COST á heimasíðu Rannís eða á heimasíðu COST. Einnig svarar Sigrún Ólafsdóttir hjá Rannís fyrirspurnum í síma: 515 5842.

Einnig má benda á að enn eru fjölmörg pláss fyrir íslenska vísindamenn í samþykktum COST verkefnum. Miðað er við að tveir aðilar frá hverju landi sitji í stjórn verkefnis, en einnig er hægt að taka þátt sem varamaður. Þátttaka í COST verkefnum er frábær leið til að byggja upp tengslanet sem síðan gæti leitt til stærri evrópskra rannsóknaverkefna.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica