Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Þróunarsjóði námsgagna

20.12.2016

Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Forgangsatriði þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2017 eru þrjú:

  • Námsgögn fyrir innflytjendur vegna tungumálakennslu og tvítyngis
  • Fjármálalæsi þvert á skólastig
  • Námsgögn fyrir starfsnám

Stefna sjóðsins er að námsefnið sem styrkt er verði gefið út með rafrænum hætti og gert aðgengilegt á netinu, þegar við á.

Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2017, kl. 17:00. 

Umsókn skal skilað á rafrænu formi.  Sjá frekari upplýsingar um sjóðinn.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica